Færsla Hingbrautar

Jim Smart

Færsla Hingbrautar

Kaupa Í körfu

Ein stærsta athugasemdin sem gerð er við færslu Hringbrautar er það mikla landsvæði sem talið er tapast. Þetta skýrist af umtalsverðu helgunarsvæði umferðarmannvirkjanna. Þá þykja gagnrýnendum slaufugatnamót á mótum Snorrabrautar/Bústaðavegar og Miklubrautar/Hringbrautar ekki til þess fallin að liðka fyrir umferð sökum fjölda umferðarljósa. Nýlega voru lagðar fram málamiðlunartillögur um að leggja Hringbraut í opinn stokk til að minnka landhelgun og auk þess að skipta út slaufugatnamótunum fyrir mislæg og ljóslaus hringtorgsgatnamót. Borgaryfirvöld hafa vísað þessum málamiðlunarhugmyndum á bug og lýst þær óraunhæfar, bæði vegna kostnaðar og einnig vegna þess að framkvæmdir séu hafnar. MYNDATEXTI: Nokkuð þrengir nú að bílaumferð á Hringbraut nálægt Háskólanum, en umferð er þar beint á norðurakrein.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar