Söngskólinn í Reykjavík

Söngskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Dame Kiri Te Kanawa rennir fyrir lax og kennir söng á Íslandi "ÞETTA var frábært - ég setti í tvo stóra, en náði bara öðrum þeirra. Hann var fimmtán og hálft pund. Hinn slapp," sagði Dame Kiri Te Kanawa, óperusöngkonan heimsfræga, í gær, en hún dvaldi hér á landi í vikunni í sumarleyfi. Bróðurparti tímans eyddi hún við laxveiði í Rangám, þar sem hún og félagar hennar tveir fengu alls fimmtán laxa. Í gærmorgun, áður en hún hélt aftur utan, gaf hún sér þó tíma til að taka sex íslenska söngvara á námskeið í Söngskólanum í Reykjavík. MYNDATEXTI: "Ég vil heyra þessa yndislegu rödd syngja langa tóna." Kiri Te Kanawa leiðbeinir Birni Jónssyni tenórsöngvara á námskeiði í Söngskólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar