Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Sigurður Jónsson

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Kaupa Í körfu

Séra Kristinn Á. Friðfinnsson er með ábúðarmikið hár og skegg "Þetta kom nú til vegna þess að ég lenti í smáveðmáli um síðustu áramót og sagði að ég myndi raka mig þegar ákveðnu máli lyki. Ég hélt að málið tæki stuttan tíma en svo varð ekki og þegar kom að rakstri var hárið og skeggið orðið nokkuð mikið. Einar Már Guðmundsson rithöfundur bað mig að gera Friðriki Þór kvikmyndagerðarmanni viðvart um þennan hárvöxt. Hann var þá með kvikmyndun á Bjólfskviðu í undirbúningi með öðrum og bað mig að skerða ekki hár og skegg. Nú er ég búinn að fara í viðtöl og hef lesið handritið og líst bara vel á þetta," segir séra Kristinn Á. Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli, en það hefur vakið athygli fólks hversu hár og skegg hans er mikið. MYNDATEXTI: Leikari: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli, á skrifstofu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar