Júlíus Marteinsson

Júlíus Marteinsson

Kaupa Í körfu

VETRARMAÐUR Þegar sólin hækkar á lofti dettur niður ýmiss konar starfsemi sem blómstrar allajafna í vetrartíð. Klakalistamenn snúa sér að höggmyndum úr steini, stjörnuskoðendur beina sjónum annað en hvað gerir Júlíus Marteinsson sem er troðaramaður í Bláfjöllum yfir vetrartímann? "Starfið felst í því að taka snjóinn - þegar hann kemur - og vinna úr honum þannig að hægt sé að skíða í brekkunum," útskýrir Júlíus, sem vinnur í fjallinu fyrir ÍTR, gjarnan við fjórða mann. Það hefur hann gert í fimm vetur og er því orðinn nokkuð kunnugur þar í efra. "Jú, jú, ég veit hvar má helst leita að snjónum og hvar dregur í brekkurnar, þegar á þarf að halda. Þessi síðustu misseri hefur þetta meira snúist um að safna snjónum saman í eins konar rennur, því það hefur snjóað svo lítið." MYNDATEXTI: Vanur maður: Á veturna flytur Júlíus snjó, á sumrin er það moldin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar