Látrabjarg

Halldór Kolbeins

Látrabjarg

Kaupa Í körfu

ÞAÐ borgar sig ávallt að fara varlega við Látrabjarg, enda langt niður í sjó frá bjargbrúninni, en hæst rís bjargið 440 metra yfir sjávarmál. Látrabjarg er 14 kílómetra langt og þangað koma fjölmargir ferðamenn árlega enda eru Bjargtangar, einn hluti bjargsins, vestasti staður Evrópu. Ekki er það aðeins hæðin og útsýnið sem heillar ferðalanga heldur einnig hið fjölskrúðuga fuglalíf sem þarna dafnar. Eins er hugsanlegt að hvalir og selir láti sjá sig í sjónum skammt frá landi svo það er best að hafa augun hjá sér af fjölmörgum ástæðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar