Hítará

Einar Falur Ingólfsson

Hítará

Kaupa Í körfu

Vatnslitlar ár og minni spretta á Vesturlandi sökum þurrka en lítið sem ekkert hefur rignt í júlí ÉG HEF komið hingað til veiða frá 1981, alltaf á sama tíma, og ég hef aldrei fyrr séð slegin túnin orðin svona gul- og brúnleit. Það er kominn haustblær á þau. Ástæðan er þessi langvarandi þurrkur," sagði Charlie Boyd, bandarískur veiðimaður, sem blaðamaður hitti í fyrrakvöld við Miðfellsfljót í Laxá í Leirársveit. Hylurinn var smekkfullur af laxi sem stökk og sýndi sig, en fiskurinn var afar órór enda mjög lítið vatn í ánni. "Áin er alveg glær," sagði Boyd, "það er afar erfitt að fá fiskinn til að taka við þessar aðstæður. Samt er nóg af honum." Svipað var upp á teningnum við aðrar ár á Vesturlandi sem blaðamaður kom við í. Í Dölunum voru Fáskrúð og Laxá í Dölum afar vatnslitlar, komnar niður í grjót. Í Hítará var mikið af fiski neðst í ánni, við veiðihúsið Lund, en þar var sama sagan, hann fékkst ekki til að taka flugur veiðimanna.... MYNDATEXTI: Veiðimaður kastar í Húshyl í Hítará en lítill er aflinn. Torfa af laxi var í hylnum en tók illa í litlu vatni og glæru. Hér má sjá hvar lax stekkur eins og til að ögra veiðimanninum sem lætur sér þó fátt um finnast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar