Klink og Bank

Klink og Bank

Kaupa Í körfu

Um 140 listamenn starfa í Klink og Bank sem ku vera bæði fljótandi og lífrænt hús Taktföst raftónlist hljómar úr einu herberginu og í loftinu er einhver iðandi stemning. Menn með gítara og trommukjuða mæta hver öðrum á dökkmáluðum og heldur þröngum ganginum og þegar litið er inn um opnar gáttir sjást mixerar, magnarar, lyklaborð og tölvuskjáir - tækjaflóra sem virðist svo flókin að maður ímyndar sér að það þurfi háskólapróf til að stjórna henni. Við erum stödd í Klink og Bank-listamannasamsteypunni, sem rekin er í gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt, nánar tiltekið í þeirri álmu sem kölluð er Rokkland. "Þetta er sá hluti hússins sem hljómsveitir og tónlistarmenn halda til í," útskýrir Nína Magnúsdóttir, hússtýra Klink og Bank. "Vegna allra tækjanna er þetta vel varið rými auk þess sem hljómsveitirnar hafa hljóðeinangrað sínar vinnustofur." Alls starfar 61 tónlistarmaður í húsinu í a.m.k. tíu verkefnum en heildarfjöldi listamanna er þó miklu meiri. "Síðast þegar við töldum voru 138 listamenn í húsinu en ég myndi halda að ef við færum að telja aftur værum við orðin rúmlega 140. MYNDATEXTI: Í kjallaranum opnar Nína hurð og á móti okkur leggur undarlegan daun sem kemur manni þó kunnuglega fyrir nasir. Það er eitthvað íslenskt við þetta. "Hér erum við komin með verksmiðju í gang", segir Nína um leið og hún bendir á hóp fólks sem er niðursokkið í að steypa undarlega, ílanga drjóla í plastmót. "Þessi verk eru unnin úr íslensku sauðkindinni," heldur hún áfram. "Hér er verið að búa til sápu úr tólg sem síðan eru notuð í verkin." Auk tólgarinnar er notuð óhreinsuð ull en alls voru 200 slíkir drjólar framleiddir í kjallaranum. Verkin eru hluti af sýningu tveggja heimsfrægra listamanna, Paul McCarthys og Jason Rohades í Klink & Bank gallerí og í Hallormsstað á Fantasy Island súningunni en báðar sýningarnar standa nú yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar