Við Sendiráð Bandaríkjanna

Þorkell Þorkelsson

Við Sendiráð Bandaríkjanna

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ er raunalegra en tárum taki að Bobby Fischer skuli vera í japönskum fangabúðum fyrir innflytjendur og hugsanlega á leið í fangelsi í Bandaríkjunum síðustu æviár sín," segir Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands. Hann fór ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambandsins, í bandaríska sendiráðið við Laufásveg í gær til að koma á framfæri þeim skilaboðum til bandarískra stjórnvalda að þau felli niður ákærur á hendur Fischer svo hann geti um frjálst höfuð strokið. Fulltrúar Skáksambandsins áttu stuttan og kurteislegan fund með Danielle Harms ræðismanni í sendiráðinu og var því lofað að erindi skákfulltrúanna yrði komið áleiðis. "Bobby Fischer situr í fangelsi fyrir að hafa háð skákeinvígi fyrir tólf árum í landi sem ekki er lengur til og í stríði sem tilheyrir liðinni öld. Við teljum því að Bandaríkjamenn eigi að hætta að amast við sinni gömlu hetju. MYNDATEXTI: MYNDATEXTI: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Hrafn Jökulsson, fulltrúar Skáksambandsins, mótmæla aðgerðum Bandaríkjamanna í máli Bobbys Fischers.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar