Viktoría Áskelsdóttir

Gunnlaugur Árnason

Viktoría Áskelsdóttir

Kaupa Í körfu

Sjósundskona frá Stykkishólmi syndir yfir Breiðafjörð ÍSLENSK sjósundskona ætlar að synda yfir Breiðafjörð á næstu tveim vikum í þágu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en þetta er í fyrsta skipti sem nokkur reynir Breiðafjarðarsund. Sundkappinn heitir Viktoría Áskelsdóttir og býr í Stykkishólmi. Hún mun synda 4 km á dag og byrjar sundið í dag við Lambanes hjá Brjánslæk. Gangi allt að óskum kemur hún að landi í Stykkishólmi þann 7. ágúst. Með sundinu skorar hún á fólk til að gerast heimsforeldrar og þannig styrkja þurfandi börn um allan heim. Heimsforeldrar er leið fyrir einstaklinga til að styrkja verkefni Barnahjálpar SÞ. MYNDATEXTI: Viktoría Áskelsdóttir við æfingar í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar