Lögreglan með umferðarátak á Vesturlandsvegi.

Júl. Sigurjónsson, julius@mbl.is

Lögreglan með umferðarátak á Vesturlandsvegi.

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði um fjörutíu bíla með fellihýsi og tjaldvagna á Vesturlandsveginum í gær. Athugaður var öryggisbúnaður tengivagnanna, en meðal þess sem þarf að vera á bílunum eru framlengingarspeglar. Einnig þurfa að vera tengdar öryggiskeðjur úr fellihýsi í bílinn og ljósabúnaður á tengivögnunum þarf að vera í góðu lagi. Átakið í gær var nokkurs konar æfing lögreglunnar í að kanna ástand bíla og ökumanna fyrir verslunarmannahelgina. Lögreglan notaði einnig tækifærið til að gleðja börn í bílum með leikfangapoka frá Umferðarráði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar