Alþingi 2004

Árni Torfason

Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

ÓVANALEGU sumarþingi lauk í gær með lokaafgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins. Atkvæðagreiðsla fór fram með handauppréttingu þar sem nú standa yfir miklar framkvæmdir í Alþingishúsinu og hin venjubundna rafræna atkvæðagreiðsla því ekki möguleg. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá og gerðu grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Vógu þar þyngst þau rök að málið hefði átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stjórnarskráin kveður á um. MYNDATEXTI: Þingmenn voru miskátir með lokaafgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins en óvanalegu sumarþingi lauk í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar