Íslandsmótið í höggleik

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslandsmótið í höggleik

Kaupa Í körfu

Það verða ekki ný nöfn grafin á verðlaunagripina í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þar sem Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Ólöf María Jónsdóttir fögnuðu sigri. Ólöf í fjórða sinn en Birgir annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum "Ekki á góðu skori" Ólöf María Jónsdóttir úr GK var í raun og veru sallaróleg eftir að hún tryggði sér sigur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Akranesi í gær. Þetta er í fjórða sinn sem Ólöf María verður Íslandsmeistari, fyrst árið 1997, á ný 1999 og 2002 á Hellu og nú 2004 á Akranesi. Íþróttakennarinn úr Hafnarfirði fagnaði vissulega sigrinum eftir að úrslitin voru ráðin en Ólöf María var tveimur höggum betri þegar upp var staðið en næstu keppendur sem voru jafnir í 2.-3. sæti. MYNDATEXTI: Keppnisreynsla Ólafar Maríu Jónsdóttur úr GK kom að góðum notum á lokasprettinum og tryggði henni titilinn í fjórða sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar