7-sýn úr norðri - Norrænahúsið

Ásdís Ásgeirsdóttir

7-sýn úr norðri - Norrænahúsið

Kaupa Í körfu

Á samsýningu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu staldra sjö norrænar myndlistarkonur við og horfa á heiminn í kringum sig og um leið á eigin bakgrunn. ..... 7-Sýn úr norðri nefnist sumarsýning Norræna hússins sem stendur til 29. ágúst næstkomandi. Um er að ræða samýningu sjö myndlistarkvenna frá Norðurlöndum, þeirra Jóhönnu Bogadóttur og Valgerðar Hauksdóttur frá Íslandi, Outi Heiskanen og Ullu Virta frá Finnlandi, Helmtrud Nyström og Ullu Fries frá Svíþjóð og Sonju Krohn frá Noregi. Norræna húsið er fyrsti áfangastaður sýningarinnar áður en hún heldur til Noregs, Danmerkur og Finnlands. MYNDATEXTI: Ulla Fries, Valgerður Hauksdóttir, Helmtrud Nyström, Jóhanna Boga og Sonja Krohn við verk sín í Norræna húsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar