Botndýrin rannsökuð

Botndýrin rannsökuð

Kaupa Í körfu

Skoðunarferðið með skipinu Særúnu frá Stykkishólmi standa nú sem hæst en í siglingunum er ferðamönnum boðið upp á að skoða ýmis sjávardýr um borð um leið og siglt er á milli eyja á Breiðafirði. Sum dýrin eru ekki beinlínis hversdagsleg og það kemur sérkennilegur svipur á suma þegar dýrin eru skoðuð í návígi. Systkinin Logi Steinn og Brynja voru í ferjunni á dögunum og virtu fyrir sér krabba sem sjálfsagt veit fátt betra en að skríða um neðansjávar og finna sér eitthvað í svanginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar