Þórunn Björnsdóttir

Þórunn Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Þórunn Björnsdóttir segir í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag það vera sínu bjargföstu trú að öll börn geti sungið ef þau fá tækifæri til þess. Þórunn hefur stjórnað barnakórum í þrjátíu ár og stýrir nú hvorki meira né minna en sex barnakórum í Kópavogi með samtals 280 krökkum. Viðhorf hennar er athyglisvert því hún segist aldrei hafa viljað velja börn í kórinn. "Ég get ekki valið mér börn frekar en aðrir kennarar velja sér börn í bekk - þeir taka við og sinna öllum jafnt, hvað sem líður getu eða hegðunarvandamálum." Þá bendir hún á að oft blómstri í kórum börn sem eiga í basli með bóklegu fögin en þegar sjálfstraustið vex á einum stað skili það sér í betri árangri annars staðar. Þetta mætti hafa í huga þegar reynt er að steypa börnin í grunnskólunum öll í sama mótið. Það er löngu vitað að geta og áhugasvið einstaklinganna er mismunandi og í skólastarfinu þarf að taka meira tillit til þess. Í Kársnesskóla hefur verið hliðrað til í skipulagi til að koma söngnum fyrir og er hann nú fastur liður í stundaskrá í yngri bekkjum og valgrein á unglingastigi MYNDATEXTI: "Á fyrstu æfingunni hjá Litla kór segi ég gjarnan: "Hér er aðeins ein regla: Ég ræð". Og það er svo merkilegt, þegar reglurnar eru svona fáar og einfaldar, líður flestum vel," segir kórstjórnandinn Þórunn Björnsdóttir sem er hér með ömmustelpunni Birnu Rún Kolbeinsdóttur 5 ára

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar