Veggklæðning hrundi af húsi

Árni Torfason

Veggklæðning hrundi af húsi

Kaupa Í körfu

Íbúar í forsköluðu húsi við Hverfisgötu telja að klæðningin hafi sprungið og sé að detta af vegna sprenginga við byggingar í Skuggahverfi og á Laugavegi. Forsaga málsins er sú að fyrir rúmri viku hrundu um þrír fermetrar af klæðningu af einum gafli hússins á gangstétt, eins og greint var frá í Morgunblaðinu. Síðan hafa íbúar hússins losað afganginn af þeim gafli hússins, en óttast nú að afgangurinn af klæðningunni gæti hrunið yfir gangandi vegfarendur.MYNDATEXTI: Hætta: Meira af klæðningunni gæti hrunið á gangstétt og garðinn og valdið hættu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar