Í Laufási

Kristján Kristjánsson

Í Laufási

Kaupa Í körfu

Fjöldi gesta sótti Laufás heim á sunnudag, en þar var haldinn starfsdagur að sumri og er þetta í ellefta sinn sem forsvarsmenn safnsins að Laufási efna til slíks dags. Um 400 manns nutu dagsins í einmuna veðurblíðu. Aðalatriði dagsins að þessu sinni var brúðkaup að gömlum sið og höfðu gestir gaman af að fylgjast með og bera saman við brúðkaup nútímans. MYNDATEXTI: Í kirkju. Brúðhjónin gefin saman að gömlu sið, samkvæmt handbók frá 1879. Í hlutverkum eru sr. Kristján Valur Ingólfsson, presturinn, og Hanna Lára Magnúsdóttir og Stefán Ævar Rögnvaldsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar