Lögreglan rannsakar mannshvarf

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglan rannsakar mannshvarf

Kaupa Í körfu

Fyrrverandi sambýlismaður Sri Rhamawati féllst á að upplýsa um afdrif hennar FYRRVERANDI sambýlismaður Sri Rhamawati, 33 ára konu sem saknað hefur verið síðan 4. júlí, viðurkenndi í gær að hafa varpað líki hennar fram af klettum á Kjalarnesi og féllst á að sýna lögreglu staðinn í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki liggur þó fyrir játning hans á því hvernig andlát hennar bar að. Líkið hefur hins vegar ekki fundist. Sakborningurinn fékk að fara úr gæsluvarðhaldi sínu í gær í fyrsta sinn í þeim tilgangi að fara með lögreglunni upp á Kjalarnes þar sem hann sýndi henni nákvæmlega hvar hann varpaði líkinu í sjóinn fram af 7-8 metra háum klettum. Sjórinn er grunnur undir klettunum en straumþungt er á þessum slóðum. Hann hefur samkvæmt heimildum ekki lýst ástæðum og aðdraganda þess að hún beið bana. MYNDATEXTI: Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra koma upp úr sjónum eftir að hafa kafað í víkinni þar sem hinn grunaði segist hafa varpað líkinu í sjóinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar