Franskir dagar

Albert Kemp

Franskir dagar

Kaupa Í körfu

Yfir 2.000 manns sóttu Franska daga á Fáskrúðsfirði síðastliðna helgi, en þetta er níunda árið sem þessi hátíð er haldin. Hátíðin í ár fór vel fram þó veður setti strik í reikninginn á laugardeginum, en þá þurfti að flytja dagskrána inn í félagsheimilið. "Það hefur orðið fjölgun á þátttakendum, á hverju ári kemur fleira og fleira fólk. Engin vandamál komu upp, og það ríkti mikil gleði," segir Áslaug Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Franskra daga. Hátíðin er auglýst sem fjölskylduhátíð og hana sótti fólk á öllum aldri. Áslaug segir þó að talsvert hafi verið um unglinga sem t.d. voru að heimsækja vini sína á Fáskrúðsfirði þessa daga. MYNDATEXTI: Vegprestur: Bertrand Ringot, bæjarstjóri í Gravelines, vinabæ Fáskrúðsfjarðar í Frakklandi, fór heim með vegpóst, sem sýnir fjarlægðina milli Fáskrúðsfjarðar og Gravelines, í farteskinu. Hér er hann ásamt bæjarfulltrúum frá Gravelines við samskonar vegprest á Fáskrúðsfirði. bæjarstjórinn í Gravelines ásamt bæjarfulltrúum þaðan,er þeim var afhentur vegprestur með vegalengd milli Fáskrúðsfjarðar og Gravelines,en annar var settur upp á Fáskrúðsfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar