Gatnamót opnuð

Árni Torfason

Gatnamót opnuð

Kaupa Í körfu

GATNAMÓT Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar voru formlega opnuð í gærdag, en umferð var hleypt á nýja brú og gatnamót þeim fylgjandi í október á síðasta ári. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Gunnsteinn Sigurðsson, klipptu á fánaborða sem lá um brúna, en bygging brúarinnar var samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Verkfræðistofan Línuhönnun sá um hönnun mannvirkisins, í samstarfi við Studio Granda, Landmótun og Raftæknistofuna, en Fjarhitun sá um eftirlit með verkinu. MYNDATEXTI: Borgarstjórinn í Reykjavík, samgönguráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs opnuðu gatnamótin formlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar