Smábátahöfn Snarfara

Þorkell Þorkelsson

Smábátahöfn Snarfara

Kaupa Í körfu

FJÖLBREYTT veðurfar og vindskilyrði, vogskorið land, eyjar og sker og stútfullur sjór af fiski gerir Ísland að kjörlendi fyrir hvers konar bátasport. Félagar í Snarfara sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að í raun væri undarlegt hversu fáir stunduðu siglingar hér við land. Þeim fer þó sífellt fjölgandi og í smábátahöfn Snarfara við Elliðavog er vart pláss fyrir fleiri fley. MYNDATEXTI: Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, Örn Óttarsson og Jóhannes Valdemarsson Snarfarafélagar vilja fá fleiri í klúbbinn enda séu siglingar hin ágætasta iðja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar