Í Hraukum í Kringilsárrana

Brynjar Gauti

Í Hraukum í Kringilsárrana

Kaupa Í körfu

Óttast hugmyndir um fleiri álver Áhugi erlendra aðila kemur ekki á óvart ÁHUGI erlendra aðila á frekari möguleikum til uppbyggingar álvera hér á landi vekur ugg meðal náttúruverndarsinna en kemur þeim ekki á óvart. Eins og áður hefur komið fram hafa Landsvirkjun og iðnaðaráðuneytinu borist margar fyrirspurnir frá erlendum álbræðslufyrirtækjum en áhuginn beinist fyrst og fremst að Norðurlandi. Talsmenn náttúruverndarsamtaka sem Morgunblaðið hafði samband við benda á að álver þurfi mikla orku og að virkjanir geti haft mikil umhverfisspjöll í för með sér. Þó eru viðmælendur sammála um að ekki skuli allar virkjanir settar undir sama hatt en að hins vegar þurfi að fara varlega í að ráðstafa þeirri orku er fyrir hendi er hér á landi. MYNDATEXTI: Ferðamaður fær sér vatnssopa úr læk á svæði sem fer undir hið mikla lón sem myndast vegna Kárahnjúkavirkjunar en hún er óðum að rísa. Myndin er tekin í Hraukum í Kringilsárrana og Snæfell er í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar