Saltfiskur á Ströndum

Birkir Fanndal

Saltfiskur á Ströndum

Kaupa Í körfu

Verstöð Æskustöðvarnar á Gjögri á Ströndum heilla Garðar Jónsson til sín úr borgarglaumnum snemma á vorin. Héðan rær hann til fiskjar á báti sínum Höfrungi og að hætti góðra útvegsbænda verkar hann sjálfur aflann. Hér er hann að sólþurrka saltfisk og ærir með því bragðlauka ferðamanna sem komnir eru til að dást að þessari litlu en vinalegu verstöð. Sólþurrkaður saltfiskur er mikið sælgæti. Það þarf að snúa fiskinum í sólinni á klukkustundar fresti, segir Garðar, sem þekkir alla leyndardóma góðrar saltfiskverkunar. Einu sinni var sagt að lífið væri saltfiskur. Það sýnist ekki fjarri hvað varðar Garðar, sem nýtur þessa lífs í botn. Þegar haustar að á Gjögri heldur hann suður og kveður æskustöðvarnar með trega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar