Í Texas

Þorkell Þorkelsson

Í Texas

Kaupa Í körfu

Atvinnutengt tómstundastarf í Texas Hlíðar | Í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð er rými sem löngum hefur verið kallað Texas. Þar hljóma í sumar iðulega nokkur hlátrasköll og skraf, því í Texas starfar nú samnefnt verkefni á vegum Hins hússins; Texas, sem er atvinnutengt tómstundaúrræði fyrir fötluð ungmenni frá sextán ára til tvítugs. Verkefnið er angi af starfi Sérsveitarinnar, sem starfar innan Hins hússins og er það unnið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur og Miðgarð. "Unga fólkið er hálfan daginn í Vinnuskólanum við ýmis vinnuskólastörf, sem felast mest í garðyrkju og hreinsun og hinn helminginn er það hér hjá okkur," segir Kristinn Ingvarsson, deildarstjóri Sérsveitarinnar. "Við erum að skoða vinnumarkaðinn út frá þessu sjónarhorni, að þau geti prófað ýmis störf sem þau sjálf langar til að prófa, í bland við uppbyggilegar tómstundir. MYNDATEXTI: Ungir skemmtikraftar: Helga Sigríður Jónsdóttir og Bjarki Fannar Viktorsson tóku söng og dansatriði á sviðinu í Texas.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar