Gestur frá Vigur í prufusiglingu.

Halldór Sveinbjörnsson

Gestur frá Vigur í prufusiglingu.

Kaupa Í körfu

Vélarbilun í Gesti frá Vigur | Elsti varðveitti vélbáturinn á Íslandi, Gestur frá Vigur, er bilaður, og er beðið eftir varahlut frá útlöndum til að koma honum í gang aftur. Báturinn, sem var smíðaður 1906, hefur verið til sýnis á Byggðasafni Vestfjarða, og var ætlunin að sigla með ferðamenn í sumar. Heimir Hannesson, safnvörður á Byggðasafninu, segir að bilunin sé ekki alvarleg, en ekki hafi verið til varahlutur hér á landi og viðgerð því tafist. Reiknað er með að varahluturinn komi til landsins eftir helgi, og þá verði fljótlegt að gera við bátinn. "Meiningin var að hafa hann til sýnis hér eða í Vigur, heimahöfn bátsins, bara eftir því hvernig vindarnir blása. Svo höfum við verið að gæla við það líka að bjóða upp á einhverjar stuttar siglingar hérna á pollinum, einhverja hringi með fólk," segir Heimir. ( Gestur frá Vigur í prufusiglingu. Skipstjóri Guðmundur Óli frá Bolungarvík. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar