Hestaumferð bönnuð

Margrét Þóra Þórðardóttir

Hestaumferð bönnuð

Kaupa Í körfu

Ríða yfir allt | "Stétt hestamanna fer ekki fram," skrifar Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari á vefsíðu sína en þar gerir hann að umtalsefni yfirgang hestamanna sem "er fullkomlega óþolandi til dæmis í göngulandinu í Naustaborgum." Hann segir margt hafa verið gert til að vernda göngusvæðið og gerðar breiðar reiðleiðir framhjá því til að hestamenn hafi alla möguleika til að komast leiðar sinnar, en án árangurs. "Hestamenn virða hvorki lög né reglur, skeyta ekki um skömm né heiður heldur slíta bönd, opna hlið, rífa og brjóta skilti sem kynna að um gönguleið sé að ræða og hestaumferð sé bönnuð, þeir opna sér leiðir með góðu eða illu og fara um gönguleiðirnar eins og þeir eigi heiminn," segir Sverrir Páll. Lýsir hann því svo að allt hafi verið útsporað í hófförum og hrossaskítur þakti hluta gangstígsins. Raunar tekur hann fram á síðunni að hann þekki fjölmarga hestamenn "sem stunda hestamennsku af alúð, reglusemi og einurð og brjóta ekki á annarra rétti. Hina væri kannski réttara að kalla truntupakk, sem svífast einskis heldur skemma og eyðileggja það sem þeim dettur í hug og gefa skít í boð og bönn." MYNDATEXTI: Hestaumferð er bönnuð um göngustíginn í Naustaborgum svo sem sjá má á þessu skilti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar