Vatnsnes

Halldór Kolbeins

Vatnsnes

Kaupa Í körfu

ÞESSAR trönur í fjöruborðinu á vestanverðu Vatnsnesi hafa vakið athygli innlendra sem erlendra ferðamanna undanfarna daga en á þeim hangir ýmis konar gamaldags sjávarfang, s.s. hertir þorskhausar, hákarlsbeita, sigin grásleppa og harðfiskur. Trönurnar voru settar upp fyrr í sumar í tilefni af hátíðinni Bjartar nætur sem kvenfélagið Húsfreyjurnar stendur fyrir, að sögn Kristínar Guðjónsdóttur, formanns félagsins. Húsfreyjurnar sjá um að reka Hamarsbúð, sem er lítið hús á Vatnsnesinu en félagið hefur staðið fyrir Björtum nóttum síðastliðin níu ár og hafa trönurnar verið reistar í tengslum við hátíðina undanfarin þrjú til fjögur ár. Húsfreyjurnar hafa þá boðið upp á hlaðborð þar sem gamlar hefðir í matargerð hafa fengið að njóta sín og hefur gestum m.a staðið til boða súrmatur, heimareykt hangikjöt og heimagert skyr. Það var Björn Sigurðsson sem sá um að reisa trönurnar í samvinnu við kvenfélagið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar