Vatnsnes
Kaupa Í körfu
BÆNDUR í Húnavatnssýslum eru vel birgir fyrir veturinn og við flesta bæi í héraðinu má sjá stórar stæður af heyrúllum. Héraðsráðunauturinn, Anna Margrét Jónsdóttir frá Sölvabakka, segir að spretta hafi verið prýðileg og heyfengur í sumar hafi verið góður þó hann slái fyrrasumar ekki út. Vorið hafi verið sérlega gott en þurrkar hafi heldur dregið úr sprettu. Vegna tíðarfarsins hafi margir dregið úr áburðargjöf, þó ekki kúabændur sem þurfa próteinríkt hey fyrir mjólkurkýrnar. "Ástandið er mjög gott, það er heldur ekki gott að safna alltof miklum fyrningum," segir hún. Annað er uppi á teningnum í Kelduhverfi en þar hafa þurrkar gert það að verkum að uppskera er um helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni, segir að ekki hafi rignt almennilega frá 17. júní til 20. júlí. Flestum bændum hafi þó tekist að verða sér úti um hey, ýmist með því að slá seinni slátt eða heyja tún eyðibýla. "Ég held að það verði engin vandræði en það er fyrst og fremst því að þakka að það hafa verið svo góð ár undanfarið," segir hann. Svo sé ágætt ef eitthvað gangi á fyrningar. Gamlar heyrúllur þyki ekki fögur sjón til sveita.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir