Hvönn

Jónas Erlendsson

Hvönn

Kaupa Í körfu

Lækningajurt Hvort sem hvönnin verður valin sem þjóðarblómið eða ekki er mikil prýði að henni þar sem hún vex. Þó getur land sem hvönnin er búin að leggja undir sig orðið mjög slæmt yfirferðar vegna þess hve hávaxin hún getur orðið. Hvönnin er nú í æ meira mæli að leggja undir sig stór landflæmi í Mýrdalnum, en það eina sem getur haldið henni í skefjum er sauðkindin, sé henni beitt á hvönnina á vorin. Á bökkum Hvammsár í Mýrdal vaxa tvær tegundir af hvönn. Annars vegar ætihvönn, sem hefur frá alda öðli verið talin lækningajurt og sem þessa dagana er verið að safna fræi af fyrir fyrirtækið Sagamedica-heilsujurtir ehf. Hins vegar vex þar geithvönn sem er eitruð og engin skepna lítur við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar