Magnús Eiríksson tónlistarmaður

Þorkell Þorkelsson

Magnús Eiríksson tónlistarmaður

Kaupa Í körfu

Hljóðfæraverslunin Rín flutt í Brautarholtið "Við erum enn þá að róta," segir Magnús Eiríksson, tónlistarmaður og eigandi hljóðfæraverslunarinnar Rín, en verslunin skipti um aðsetur nú um mánaðamótin júní-júlí og segir Magnús að það sé enn þá verið að koma sér almennilega fyrir. "Við erum ekki alveg búin að raða þessu upp eins og við viljum hafa þetta," segir hann en býst þó við því að allt verði komið upp og búðin orðin skemmtileg fljótlega. Verslunin hafði um áratuga skeið verið á Frakkastíg 16 en nú hefur hún flutt að Brautarholti 2 þar sem gamla Japis-verslunin var. "Búðin sjálf er svona helmingi stærri en sú gamla. Svo lítill lager hérna inn af." Í versluninni er því hægt að hafa helmingi fleiri hljóðfæri til sýnis en áður og segir hann að pantaðar hafi verið nýjar vörur sem séu óðum að koma. MYNDATEXTI: Skemmtilegt: Magnús Eiríksson tónlistarmaður er ánægður í hljóðfærabransanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar