Íþróttaskór

Árni Torfason

Íþróttaskór

Kaupa Í körfu

Á HLAUPUM | Hvernig á að velja góða skó? Skórnir sem við göngum eða hlaupum á mynda undirstöðuna í tilveru okkar. Góður skóbúnaður getur því skipt sköpum vilji fólk veita stoðkerfi og vöðvabyggingu líkamans þá undirstöðu sem nauðsynleg er. Á síðustu árum hefur þróun á skóbúnaði sem veitir góðan stuðning fleygt fram og hafa stærstu stökkin verið tekin í þróun á hlaupaskóm. Þeir sem eru að hefja hlaupþjálfun eða stunda skokk reglulega þurfa sérstaklega að huga að góðum skóm, en þar getur verið úr vöndu að ráða því úrvalið er mikið. Lýður Skarphéðinsson íþróttafræðingur hefur sérhæft sig í því er lýtur að skóbúnaði og líkamsburði, en hann starfar sem ráðgjafi við göngu- og hlaupagreiningu hjá Össuri hf. MYNDATEXTI: Innanfótarstyrktir skór: Þessir hlaupskór eru spelkaðir til þess að styðja við þungann sem leggst á innanverðan fótinn. Gráa svæðið á sólanum er helmingi harðara en hvíta svæðið í kring og spelka liggur yfir hælkappann. Þessir skór eru hannaðir fyrir fólk með mikla líkamsþyngd, og þá sem hafa skekkju í líkambyggingu eða mikinn liðleika í ökklum, sem veldur því að hællinn sígur inn við niðurstig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar