Apple iPod lófatölvur

Árni Torfason

Apple iPod lófatölvur

Kaupa Í körfu

Tækið sett í annan tollflokk en aðrar lófatölvur og kostar tvöfalt meira út úr búð í Reykjavík en í fríhafnarverzluninni og erle LÓFATÖLVAN iPod frá Apple er sett í annan tollflokk en aðrar lófatölvur og ber fyrir vikið 7,5% toll, 25% vörugjald og 4% höfundarréttargjald, sem innheimt er af tækjum til stafrænnar upptöku. Ólafur W. Hand, framkvæmdastjóri Apple IMC á Íslandi, segir að lófatölvur annarra framleiðenda beri ekki þessi gjöld. iPod kosti af þessum sökum um 57.000 krónur út úr búð, en í fríhafnarverzluninni í Leifsstöð sé hægt að fá tækið á um 26.000 krónur, sem sé sambærilegt verð og erlendis, og vísi Apple-búðin viðskiptavinum sínum yfirleitt þangað. MYNDATEXTI: Mismunun: framkvæmdastjóri Apple á Íslandi segir tollayfirvöld mismuna Apple iPoid og öðrum lófatölvum á markaðnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar