Geitungabú

Þorkell Þorkelsson

Geitungabú

Kaupa Í körfu

Fréttaskýring | Færri bú holugeitunga Geitungar eru ekki árásargjarnari seinni hluta sumars. Þeir eru fleiri. Meindýraeyðar segja ekki ástæðu til að hræðast geitunga frekar á haustin, þegar þeir yfirgefi bú sín, en á öðrum árstíma. Árásarhneigð þeirra sé ekkert meiri heldur eru fleiri á ferðinni og því auknar líkur á að verða fyrir stungu af þeirra völdum. Of mikið hafi verið gert úr hættunni sem stafi af þeim síðsumars þó geitungar vissulega verji bú sín sé að þeim sótt. Eftir 20. ágúst eru þeir ekki jafn viljugir að færa björg í búin, yfirgefa þau og leita að fæðu fyrir sig sjálfa. Þegar sá tími kemur verður fólk frekar vart við geitunga þar sem þeir svífa yfir sætindum, gosi, ávöxtum og ýmsum matvælum í og við híbýli fólks. Sá árstími er nú að ganga í garð. Smári Sveinsson, meindýraeyðir hjá Vörnum og eftirliti ehf., hefur orðið var við það í sumar að tvær kynslóðir drottninga nái að koma upp búum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar