Kvikmyndun Bjólfskviðu undirbúin

Jónas Erlendsson Fagradal

Kvikmyndun Bjólfskviðu undirbúin

Kaupa Í körfu

Kvikmyndatökur á Bjólfskviðu hefjast í lok mánaðar TÖKUR á Bjólfskviðu, viðamestu kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis, hefjast í lok mánaðarins. Leikarahópur og starfslið myndarinnar telur um 150 manns og er áætlað að hún kosti nærri milljarð króna, eða um fjórfalt meira en dýrustu íslensku kvikmyndirnar hingað til hafa kostað. Í Lambaskörðum austan við Vík í Mýrdal var verið að slá upp leikmynd og gera tökustaði klára þegar Morgunblaðið bar að garði í vikunni. Starfsmenn voru í óða önn að hlaða hestarétt. Segja má að grjótið sem notað er í hleðsluna gangi í endurnýjun lífdaga í Bjólfskviðu en þetta sama grjót var notað í víkingamynd sem tekin var upp á þessum slóðum fyrir áratug. Síðan þá hefur grjótið verið geymt á vísum stað en fær loks hlutverk á ný. MYNDATEXTI: Leikstjórinn og risinn á tökustað: Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í myndinni, í bókstaflegri merkingu, því hans persóna á að vera vel yfir tveir metrar á hæð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar