Kvöldvaka á Grænlandi 2004

Kvöldvaka á Grænlandi 2004

Kaupa Í körfu

Í móttökuveislu í Tasiilaq á Austur-Grænlandi sem haldin var til heiðurs Hróksmönnum og fylgdarliði var sýndur trommudans í ýmsum tilbrigðum. Þessi mynd sýnir samkvæmisleik þar sem stúlkan dansar og ber trommuna og velur þann karlanna sem henni finnst kynþokkafyllstur með því að setjast í fang hans. Hér eru þeir Jóhann Hjartarson, stórmeistari, Helgi Árnason, skólameistari og Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Bæjarstjórinn Vittus Mikaelsen sá sér ekki fært að mæta þar sem hann var önnum kafinn við ísbjarnaveiðar. Fjörutíu manna hópur er nú á vegum Hróksins í Tasiilaq og hefst skákmót þar síðdegis á föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar