Tí/ýndu jarðarberin
Kaupa Í körfu
Það eru ekki allar endur á Tjörninni jafnframfærnar. Þetta komu fimm 17 ára ungmenni auga á í sumar þegar þau tóku eftir því að þrátt fyrir offramboð á brauðmeti við bakka Tjarnarinnar var alltaf dálítill hópur fiðurfjár sem hélt sig til hlés úti á miðju vatni þar sem það fékk ekki ærlegan bita. Við þetta mátti ekki búa að mati ungmennanna, sem í góðmennsku sinni ákváðu að gera sér ferð í árabát út á miðja Tjörn og færa þessum feimnu öndum brauð. "Við vildum sýna fram á að það yrði bara að hjálpa þeim," segir Logi Höskuldsson, eitt ungmennanna. "Svo við ákváðum að fara til þeirra..." "...sem var aðeins meira mál en við héldum," botnar vinkona hans, Hrafnhildur Helgadóttir. "Það þurfti að redda bát og fá leyfi og það var rosalegt vesen." Logi heldur ótruflaður áfram: "Þegar við fórum að hjálpa þessum bágstöddu öndum þorðu þær ekki að vera nálægt okkur heldur fóru allar í burtu. Það bara tæmdist tjörnin. Þær urðu skíthræddar." Hrafnhildur útskýrir að ferðin hafi þó ekki verið til einskis. "Við gáfum nokkrum máfum brauð og svo urðu kríurnar rosalega aðgangsharðar og gerðu sig líklegar til að gogga í okkur." MYNDATEXTI:Fjöllista- og gjörningahópurinn Tí/ýndu jarðarberin hefur starfað á vegum Hins hússins í sumar. F.v. Gína, Dagur, Atli, Júlía, Logi og Hrafnhildur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir