Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF flytur sprengjubrot

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF flytur sprengjubrot

Kaupa Í körfu

Yfir átta hundruð sprengjur hafa fundist við leit á fyrrverandi skotæfingasvæði bandaríska hersins á Vogaheiði á Reykjanesi í sumar og fyrrasumar. Að sögn Gylfa Geirssonar, yfirmanns sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, er margra ára verk að kemba svæðið og hann telur ólíklegt að takist að finna allar sprengjur sem þarna liggja í gjótum. Útivistarsvæðið í kringum Snorrastaðatjarnir á Vogaheiði hefur verið fínkembt enda þar helst að vænta mannaferða. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var í gær fengin til að flytja sprengjubrot og annað brak úr hrauninu sem fundist hefur við leitina

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar