Ungpæjumót á Siglufirði

Stefán Stefánsson

Ungpæjumót á Siglufirði

Kaupa Í körfu

Pæjumót á Siglufirði fór fram í 13. sinn um síðustu helgi og þrátt fyrir að mótshaldarar hafi talið að það væri ekki hægt að ganga betur en í fyrra sögðu gestir að sú væri raunin. Allir lögðu sitt af mörkum, veðurguðirnir stóðu við sitt og bæjarbúar flestir lögðu einhvers staðar hönd á plóg, sem þeir fengu launað með þakkaryrðum og breiðum brosum. MYNDATEXTI: Eins og vera ber þarf að flétta, alltaf vinsælt. Bryndís, Ragnheiður, Rósa, Þórhildur, Ísabella, Rakel, Ólöf, Marta, Írunn og Erla voru mjög fínar og þegar spurt var hver sæi um að flétta réttu nokkrar mömmur fram rauðar, og fléttu-þreyttar hendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar