Haukur Randversson

Alfons Finnsson

Haukur Randversson

Kaupa Í körfu

HAUKUR Randversson trillukarl notar stund milli stríða við að stokka upp og lita línuna, svo hún verði tilbúin á nýju kvótaári sem hefst hinn fyrsta september. Þá fara þeir feðgar Haukur og Randver á línuveiðar. Segir Haukur að línulitunin sé ekki þrifalegasta starf sem til er, en í litunina er notuð tjara þynnt með steinolíu, og er línunni dýft í kar og látin síðan þorna í smátíma, er þetta gert til þess að línan endist betur. Hefur Haukur ásamt föður sínum verið í sumar að róa á bát þeirra feðga, Sæfara, á grásleppunetum í Stykkishólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar