Mannabein frá miðöldum

Skapti Hallgrímsson

Mannabein frá miðöldum

Kaupa Í körfu

Mjög líklega kirkjugarður á staðnum þótt ekki séu heimildir til um það, segir minjavörður Norðurlands eystra Mannabein, að öllum líkindum frá miðöldum, hafa fundist í jörðu við bæinn Sigluvík í Svalbarðsstrandarhreppi, skammt frá Akureyri. Vitað er að hálfkirkja, sem svo var kölluð, var á staðnum í kaþólskum sið og bænhús síðar, en engar heimildir hafa verið til fram að þessu um að fólk hafi verið grafið þarna. Nú er talið líklegt að forn kirkjugarður sé við bæinn. MYNDATEXTI: Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlands eystra, skóf ofan af beinunum í gær, tók þau upp og setti í poka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar