Framkvæmdir í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Framkvæmdir í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Mikill áhugi er fyrir húsbyggingum í Stykkishólmi og eru umsóknir um byggingalóðir fleiri á þessu ári en í langan annan tíma. Til að koma á móts við áhugann hafa bæjaryfirvöld ákveðið að gera tólf lóðir byggingahæfar í öðrum áfanga Hjallatanga en þar hefur verið úthlutað fjórum lóðum. Þessa dagana er verið að vinna við gatnagerð og frárennslismálum og verður hægt að hefja byggingaframkvæmdir áður en langt um líður. Þá hefur verið úthlutað öllum íbúðalóðum við nýja götu við Laufásveg. MYNDATEXTI: Erlar Kristjánsson verkfærðingur og Högni Bæringsson að taka út hæðarpunkta áður en bundið slitlag er lagt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar