Bruni í Árbæ

Árni Torfason

Bruni í Árbæ

Kaupa Í körfu

RAÐHÚS við Brekkubæ í Reykjavík skemmdist talsvert af völdum sóts og reyks eftir að gasgrill kveikti í húsvegg. Gleymst hafði að slökkva á grillinu kvöldið áður. Ástvaldur Guðmundsson vaknaði þegar ytri rúða í stofunni á annarri hæð sprakk undan hitanum klukkan rúmlega sjö í gærmorgun. Þegar hann leit út um glugga á hæðinni fyrir ofan sá hann að grillið stóð í ljósum logum. Skömmu síðar sprakk ytri rúðan og barst þá mikill reykur og sót inn í húsið. MYNDATEXTI:Rjúfa þurfti þakið til að komast að eldi og glóðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar