Pétur Halldórsson Teiknari

Pétur Halldórsson Teiknari

Kaupa Í körfu

Pétur Halldórsson myndlistarmaður tekur upp þráðinn í rannsóknum Einars Pálssonar "ÞETTA er frétt, sem varðar atgervi mannskepnunnar allt frá þeim tíma þegar hún varð til," segir Pétur Halldórsson myndlistarmaður í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag um hugmyndir sínar og Einars heitins Pálssonar um hvernig maðurinn nam land og byggði borgir á grundvelli fornra mælinga. Pétur hefur þróað áfram hugmyndir Einars Pálssonar um stærðfræðilega reiknuð form, hringi og mynstur í landslagi og staðháttum sem sögð eru byggjast á fornum hugmyndum um heimsmynd, landnám og byggðamörk og fundið víða um lönd samsvarandi sólúr og Einar fann í Rangárhverfi og skrifaði um í riti sínu Rætur íslenskrar menningar. MYNDATEXTI: Pétur Halldórsson segir fornar hugmyndir um heimsmynd, landnám og byggðamörk endurspeglast í myndlist sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar