Dagur B. Eggertsson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dagur B. Eggertsson

Kaupa Í körfu

Hreyfing gagnast að minnsta kosti jafnvel og lyf, ef ekki betur, við ýmsum sjúkdómum Það sem gert er "að læknisráði" hefur löngum verið talið hafa meira vægi en annað sem fólk tekur sér fyrir hendur. Ef læknir vísar á lyf þá er vissara að taka þau inn. Vægi elsta læknisráðsins í bókinni - hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls - er enn í fullu gildi, segir Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi. Hann hefur kynnt sér aðferðir heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð og Danmörku við að auka vægi hreyfingar sem meðferðarúrræðis við ýmsum sjúkdómum. Hann segir lækna í þessum löndum vera farna að skrifa markvisst upp á hreyfingaráætlanir í stað lyfseðla við ákveðnum tegundum sjúkdóma. MYNDATEXTI: Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, segir sjúklinga oft ganga á fund læknis með þær væntingar að fara þaðan út með lyfseðil. Oft geti það hins vegar gagnast jafnvel eða betur ef læknar vísi á hreyfingu í stað lyfja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar