Slökkviliðsdagur

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Slökkviliðsdagur

Kaupa Í körfu

Tæki og tól slökkviliðsins eru spennandi í augum yngstu kynslóðarinnar. Það kom því ekki á óvart að mörg börn iðuðu í skinninu af spenningi þegar þeim gafst kostur á að kynnast störfum liðsins á slökkviliðsdeginum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Forvitnin rak þau áfram hoppandi á milli rauðu bílanna með bláu ljósin á milli þess sem þau fengu að sprauta vatni úr brunaslöngu, eins og þessi litla telpa í Hafnarfirði. Fólki var einnig boðið að fara upp í körfu, ganga í gegnum reykfyllt hús og sjá klippum beitt á bílflök. Markmið dagsins var að efla tengsl við almenning og auka vitund fólks um mikilvægi eld- og slysavarna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar