Vígsla í Vinaskógi

Sigurður Jónsson

Vígsla í Vinaskógi

Kaupa Í körfu

Ný aðkoma að Vinaskógi og aðstaða var formlega opnuð síðastliðinn laugardag af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Um er að ræða rúmgóða aðkeyrslu og bílastæði ásamt nýju hliði og upplýsingaturni. Vinaskógur er í landi Kárastaða í nágrenni Þingvalla. Skógurinn varð til 1990 að frumkvæði Vigdísar Finnborgadóttur, þáverandi forseta Íslands, í tilefni Landgræðsluskógaátaks. MYNDATEXTI: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Magnús Jóhannsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, gróðursettu hvert sitt birkitré í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar