Danskir dagar

Gunnlaugur Árnason

Danskir dagar

Kaupa Í körfu

Gífurlegur fjöldi ferðamanna heimsótti Stykkishólm á dönskum dögum sem haldnir voru í 12. sinn um helgina. Aldrei hefur annar eins mannfjöldi verið í bænum. Er talið að gestir hafi verið um 10.000 manns. Mikil stemning var í bænum á laugardeginum og líktist ástandið erlendri stórborg þar sem er mikill fjöldi og iðandi mannlíf. Ekki spillti veðrið fyrir því það var sérlega gott, hægviðri, sól og hiti, eins og útileguveður getur best orðið. MYNDATEXTI: Hér sjást Lionsmenn með varning á leið til árlegs uppboðs. Allur ágóði rennur í líknarsjóð Lionsklúbbsins en varningurinn er gjafir frá bæjarbúum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar