Kárahnjúkavirkjun

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

VATNSBORÐ í Jökulsá á Dal, Jöklu, hefur lækkað stöðugt síðustu daga og hið sama er að segja um rennslið. Um miðjan dag í gær sýndu mælar Orkustofnunar við Brú í Jökuldal rennsli upp á 390 rúmmetra á sekúndu. Þegar mest lét í flóðunum á dögunum fór rennslið yfir 900 rúmmetra á sekúndu. Viðgerð á brúnni á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka er lokið og hefur almennri umferð verið hleypt á hana að nýju. Eru nú allnokkrir metrar frá brúargólfi niður í ána. Vatnsborð Jöklu er enn svo hátt að það nær yfir inntak hjáveituganganna. Ekki er búist við að göngin verði komin "á þurrt" fyrr en um og eftir næstu mánaðamót, að sögn Þorbjörns Haraldssonar, starfsmanns Impregilo. Fyrst þá verði hægt að fara inn í þau, en talið hefur verið að efri göngin hafi einhverra hluta vegna stíflast og ekki tekið við því vatnsrennsli sem þau áttu að gera. MYNDATEXTI: Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun hafa óhindrað getað unnið síðustu daga við fremsta hluta aðalstíflunnar eftir flóðin í Jöklu á dögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar