Ásta Björk Friðbertsdóttir

Jim Smart

Ásta Björk Friðbertsdóttir

Kaupa Í körfu

HÖNNUN Handverk Ástu Bjarkar Friðbertsdóttur úr mannshári hefur farið víða og setti nú síðast svip sinn á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. Ásta Björk Friðbertsdóttir hefur endurvakið þá fornu list að búa til blómamyndir úr mannshári. Hún lætur ekki þar við sitja, heldur býr til skartgripi úr hári. Viðskiptavinir hennar biðja hana þá gjarnan um að gera armband eða hálsmen úr þeirra eigin hári, eða hári ástvina. Þeir sem panta hjá henni myndir vilja líka nota sitt eigið hár og dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar sendi lokka, sem Ásta Björk setur saman í eina blómamynd. MYNDATEXTI: Hárskart: Hálsfesti og armband.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar