Draumur á Jónsmessunótt - æfing

Jim Smart

Draumur á Jónsmessunótt - æfing

Kaupa Í körfu

Nemendaleikhús Listaháskólans æfir Draum á Jónsmessunótt NEMENDALEIKHÚS leiklistardeildar Listaháskóla Íslands hóf starfsemi sína í vikunni en þegar er búið að festa dagskrá vetrarins 2004-2005. Nemendaleikhúsið er skipað 4. árs nemum sem reka leikhúsið þennan síðasta vetur sinn í leiklistarnáminu. Fyrsta verkefni nemendaleikhússins í vetur er Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare en Rúnar Guðbrandsson leikstýrir því. Að sögn Álfrúnar Guðrúnardóttur, kynningarstjóra Listaháskólans, er verkefnið unnið í nánu samstarfi við tónlistardeild skólans en nemendur þaðan semja tónlist við sýninguna undir handleiðslu Kjartans Ólafssonar. Sviðs- og ljósahönnun, ásamt búningum, er í höndum Egils Ingibergssonar og Móheiðar Helgadóttur. Sýningin verður frumsýnd í byrjun október.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar